

Hér finnur þú matcha te og blöndur í hæsta gæðaflokki
Takk fyrir að heimsækja matcha.is!
Matcha.is er í eigu Innri styrkur slf. en eigandi þess er Egill Gylfason, klínískur dáleiðandi og sérfræðingur í hugrænni endurforritun ásamt einhverjum háskólaprófum og fjölbreyttum vottorðum.
Í fjölda ára hef ég drukkið matcha te og má í raun segja að upphafið af því hafi verið að hlusta á Dr. Andrew Weil tala í hlaðvarpsþættinum The Rich Roll Podcast. Án þess að ætlunin sé að fjalla ítarlega um Dr. Weil þá er hann að mínu mati með merkilegri læknum í heiminum en hann á sér þann draum að fá lækna til þess að hugsa á heildrænan hátt og virkja tengingu huga og líkama. Hann hefur meðal annars sagt að þegar fólk spyr hann um lausn ýmissa sjúkdóma þá þarf hann alltaf að gera þann fyrirvara að viðkomandi muni vera ósáttur við svarið sem felst iðulega í því að hreinsa mataræði algjörlega, hreyfa sig og stunda andlega rækt og þá muni líkaminn sjá um afganginn - hann læknar sig sjálfur. Hann rekur meðal annars skólann Andrew Weil Center for Integrative Medicine þar sem læknar fá kennslu í þessum fræðum hans.
Stór liður í þessari vegferð Dr. Weil var svo að hann var í háskóla í Japan um tíma þar sem hann kynntist hinu undursamlega matcha te og þá fór boltinn að rúlla. Hann uppgötvaði þarna te sem hefur hreint út sagt gríðarlega jákvæð áhrif á heilsufar en ég kem til með að fjalla meira um það í bloggi á síðunni.
Til að gera langa sögu stutta varð Dr. Weil frumkvöðull í því að koma þessari aldagömlu japönsku hefð í vestrið og byrja að markaðssetja hana. Úr varð Matcha.com sem núna framleiðir matcha te, matcha-blöndur og fleira, ásamt áhöldum, en þetta er þó ekki hvaða te sem er. Dr. Weil eyddi mjög löngum tíma í að finna það sem honum þótti uppfylla gæðakröfurnar sem hann gerði. Niðurstaðan varð að Matcha.com vörurnar eru í algjörum sérflokki þegar kemur að gæðum. Það má í raun segja að þegar drukkið er matcha te sem er af lakari gæðum kemur fram beiskt bragð sem er sérlega ónotalegt. Þetta hefur í raun leitt til þess að mörgum finnst það hreinlega vont.
Þegar þú færð Matcha.com te, með réttu magni af vatni við rétt hitastig, þeytt með bambus-þeytara í gullfallegri, handgerðri skál, er útilokað að finnast það annað en himneskt!
Með því að opna matcha.is langar mig að koma matcha-te í hæsta gæðaflokki á markað hérlendis til þess að í boði sé valkostur sem ekki aðeins hefur óteljandi heilsufarslega kosti heldur veitir manni svo innilega notalega stund til að njóta.
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða langar að vita meira um vörurnar þá skaltu ekki hika við að hafa samband í gegnum spjallið á síðunni!