Matcha-skál
Allar skálar frá Matcha.com eru handvaldar og handgerðar af fagfólki í Japan.
Við teljum fátt jafnast á við það að halda á Matcha-skál (chawan) í höndunum, færa hana að vörunum og fá sér lítinn sopa af fagurgrænu matcha-te.
Fegurð Matcha-skálar kemur frá litunum, mynstrum og breytilegri hönnun. Í Japan eru skálarnar valdar eftir lögun, áferð hliðanna, hvernig botninn er mótaður, hvernig skálin passar við aðra hluti sem notaðir eru til tegerðarinnar og loks hvernig heildarútlit skálarinnar er á teborðinu.
Útlit skálarinnar er breytilegt eftir því hver býr hana til en fyrir þann sem drekkur úr henni má fara eftir skapi, árstíð eða jafnvel tilefni.
Allar skálarnar frá okkur eru handgerðar, einstakar og hver þeirra er með eiginn breytileika í mynstri og litum.
*Búast má við því að skálar líti ekki út nákvæmlega eins og á myndum vegna þessara eiginleika sem lýst er að ofan.













